13.5.2008 | 17:42
Verknámið hafið... dagur eitt..... :)
Verknámið byrjaði hjá mér í morgun... og það bara byrjaði vel, það var tekið vel á móti mér....og ég fékk skáp og alles... þannig þetta er allt í góðum gír.... ég bara væblaðist um og gerði eiginlega ekkert gagn... reyndar aðstoðaði við að skipta um super-púbis legg og þar með er það upptalið... en þetta á örugglega eftir að breytast... það er nú ekki hægt að nota mann mikið svona fyrsta daginn...
Mér líst vel á starfsfólkið þarna, þarna vinnur einn sjúkraliði með framhaldsnám, það eru tvö ár síðan hún var í náminu... og henni líkar mjög vel, hún segir að þetta sé ekki eins mikið líkamlegt erfiði og var áður en samt stundum erilsamt.... á köflum...
Ég er einhvern vegin þvæld núna, ég er að hugsa um að gera sem minnst ( bara eins og í dag ) núna og bara slappa af... læt þetta duga í bili...
kv Anna Ruth verknámsnemi....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.5.2008 | 18:11
Prófin búin og bara sæla :) :) :)
Yndislegt að geta sest niður og prjónað, slappa af og bara cilla eins og krakkarnir segja..... það kom að því.... það er svo yndislegt verður núna, ( allavega hér fyrir sunnan ) ég fór áðan og keypti hvítgreni ( svona dverga greni ) og ætla að setja það í beð á pallinum...en það er nú ekki komið mikið af plöntum á gróðrarstöðvarnar... en þó aðeins Garðheimar voru að auglýsa afslátt á plöntum.... en auðvita sáust þær varla þær voru svo litlar ... svona er maður narraður á staðinn og svo kaupir maður bara miklu dýrari plöntur ... maður er alltaf að láta ræna sig...æ þetta er svo skemmtilegt.... allt að lifna við og ég búin í prófum geggjað....
kv. Anna Ruth í sumarskapi....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2008 | 14:51
Yes.... prófið í lyfhrifafræði gekk upp.... :)
Já mín er frekar glöð þessa stundina.... sit núna og blogga smá og hlusta á Chris Isaak .. en ég held að það sé ærin ástæða til að óska okkur öllu til hamingju sem erum sama í framhaldsnáminu með árangurinn þettaer strembið... en ég held bara að þetta hafi allt gengið upp hjá okkur... áfram stelpur.....og gangi okkur vel á morgun.....
kv Anna Ruth
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2008 | 23:21
Nýjasta fjölskyldu myndbandið
Þetta er allt að koma með bústaðinn kannski getur maður farið að vera þar í sumar.allir að mæla og pæla.
Kveðja Anna Ruth
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2008 | 22:48
Byrjuð að lesa fyrir næsta próf... alveg að gleyma hinu...... :)
Já núna er það bara næsta törn...vonandi verður þetta ekki eins strembið og það síðasta....Annars er ég búin að vera svolítið löt í dag fór t.d. áðan og fékk mér ís með öllu tilheyrandi....
En ég er samt að reyna að halda mig við efnið t.d. eins og núna sit bara og blogga... en það verður að gera það annað slagið.. það verður kannski ekki mikið um það næstu daga þegar lærdómur situr fyrir öllu....
Annars skelltum við okkur austur í dag að kíkja bústaðinn... það var ausandi rigning og rok ekta íslenskt veður... við stoppuðum stutt samviskan var alveg að drepa mig, maður þarf helst að sitja við svo að manni líði vel... nei nei það verður að taka pásu annað slagið...
Jæja nú ætla ég að lesa svolítið áður en ég fer að sofa....
kv Anna Ruth stútfull af ís....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 23:36
Orkulaus eftir erfitt próf í dag...
Já það er auðvita erfitt að taka próf þegar maður veit ekki nógu mikið.... en það verður að hafa það í þetta sinn....ég var gjörsamlega búin á því eftir prófið.... algjörlega orkulaus... og verð örugglega ekki búin að jafna mig fyrr en eftir góðan nætursvefn.... já ég vona að þetta sleppi, það kemur í ljós.
Framundan er lestur fyrir næsta próf... það er eins gott að halda vel á spöðunum......
Kv Anna Ruth hrikalega þreytta og andlausa......
Það mætti halda að þessi sé að flýta sér úr LHF prófi.......
Bloggar | Breytt 4.5.2008 kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.5.2008 | 00:16
Jæja nú er sko aldeilis tekið á því...... :)
Það er bara lesið og lesið og lesið..... og vonandi situr eitthvað eftir, ég bara dáist að fólki sem fer í lyfjafræði... það eru nú meiri proffarnir....mér finnst þetta frekar mikið torf.... ég skil núna af hverju ég er ekki lyfjafræðingur..... ég held að ég láti bara duga að vera sjúkraliði, og svo sjúkraliði með framhaldsnám ef maður nær LHF .. jú jú ég held að þetta sleppi allt.....
Núna er ég nánast orðin stíf frá hnakka og niður í tær... og er alvarlega að hugsa um að fara að leggja mig.... og byrja svo eldhress í morgunsárið... eftir kaffibolla og ristabrauð.....
Trúlega verður maður að láta allar kröfugöngur eiga sig á morgun þó svo að það hefði ekki veitt af því að fara í smá göngu... tala nú ekki um núna þegar allt er að hækka og verðbólgan æðir á stað.... þá er nauðsynlega að láta í sér heyra....svo eru líka kjarasamningar lausir á morgun... er það ekki rétt hjá mér... ???
Jæja best að hætta í bili... og storma í bedda.....
Kv Anna Ruth lestrarhestur....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2008 | 17:23
Nú er maður alveg að brenna yfir.....:)
Þetta er nú meira púlið lyfjafræðin.... ekkert smá að muna, ég held bara að missiskubburinn sér orðin fullur... bara skil ekki hvað þetta festist illa....úff....ég ætla bara rétt að vona að eitthvað verði þarna á eftir hæðinni í prófinu.... frekar mikið svartsýnis-hjal....bara að taka sig saman í andlitinu og halda áfram....já já þetta hefst allt fyrir rest....
jæja best að skjótast niður á Heilsugæslu og láta hlusta sig.... ég er alveg að hósta lifur og lungum þessa dagana...meiri orkan sem fer í þessi hóstaköst....sjáum hvað þeir segja....
jæja læt þetta duga í bili.....gangi okkur öllu vel skólasystrum að lesa það er ekki vanþörf á því núna....kv
Anna Ruth hóstagemsi....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.4.2008 | 09:07
Fyrsti dagurinn undir 38 stiga hita.....:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2008 | 15:16
Flensa í gangi... úff
Já flensan er að drepa mig núna með beinverkjum, hita og tilheyrandi... Þetta er dagur 3... ég mátti eiginlega ekki vera að þessu.. hrikalega mikið að læra, mér finnst ég aldrei hafa haft eins mikið að læra og núna... þetta er eitthvað svo mikið efni og mikill utanbókalærdómur...en maður verður bara að spíta í lófana og gera sig kláran fyrir próf.... þetta hefst einhvernvegin.....
En svona að öðru það er búið að vera mikið að gera á deildinni þessa dagana nefnilega nóri kom í heimsókn með miklum látum..þetta lagðist nánast á alla á deildinni og líka staffið, ég er að vísu ekki með upp og niður eins og flestir..en ömurlega beinverki, þetta er leiðinda veira og ótrúlega smitandi.
Jæja ég er búin að sitja við tölvuna í 2 mínútur og er alveg búin á því er að fara að leggja mig, vonandi get ég lært eitthvað núna um helgina það er af nógu að taka.
kv Anna Ruth flensugemsi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2008 | 09:11
Stutt í próf.....:) og mikil blogg leti.....
Ég held að það sé komin tími til að blogga, ég er álveg ótúlega löt núna í blogginu. það styttist ískyggilega í prófin.... og ég ekki komin í gírinn... en vonandi kemur það fyrir rest. Ég sit núna sveitt við að vinna verkefnin í hjúkrun... en þetta bjargast allt þar sem skólasystur mínar miðla verkefnunum sínum inn á netið sem hjálpar ótrúlega mikið...
Ég var á árshátíð um helgina í skíðaskálanum í Hveradölum, ótrúlega fallegt hús. Ég skemmti mér alveg frábærlega, fór næstum úr mjaðmaliðnum af dansi og þar fram eftir götunum... þetta var bara fjör....
Jæja best að hætta í bili og snúa sér að alvörunni sem sagt verkefnunum.....
andlausa Anna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2008 | 13:19
Páskar og vinnutörn lokið...
Ótrúlega er tíminn fljótur að líða... úff.... sirka mánuður í fyrsta próf... og páskarnir búnir.... en það þíðir ekkert að tala um það... bara spýta í lófana og drífa síg í lestur.... glærurnar bara gubbast út úr prentaranum,, meira og meira.... en það er bara frábært að fá allt þetta frá kennaranum, þessi verkefni hjálpa manni ótrúlega mikið....já og það styttist í verknámið, ég vona að ég geti byrjað eftir hvítasunnu... þá verður maður búin einhvern tíman í byrjun júlí það væri flott, en þetta er allt í vinnslu...vonandi gengur þetta allt upp.. en núna er ég að hugsa um að fara að læra og hætta þessu mali.... bless í bili...
kveðja Anna Ruth
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2008 | 09:15
Svo maður tali nú um veðrið.....komin rigning... :)
Já það er alltaf hægt að tala um þetta veður það eru svo margar útgáfur af því. Jæja en ég aðeins að jafna mig á því að koma af endurkomu með strákinn minn sem fótbrotnaði.... þar var auðvita brjálað að gera eins og allstaðar á sjúkrahúsunum... en þar var samt góður andi... en aftur á móti fór ég á göngudeild háls- og nef.... þar voru allir í frekar fúlu skapi, spurning hvort þeir sem þar voru ættu ekki bara að fá sér aðra vinnu....ekki þægilegt fyrir þá sem þangað þurfa að leita.. spurning að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig...... jæja hvað um það best að hætta að gagnrýna.... og taka upp léttara hjal.... alveg að koma páskafrí, eða þannig að vísu er ég að vinna alla páskana, ég ætla samt að vera í góðu skapi....... og reyna líka að líta í skólabækurnar ekki veitir af.... en þetta gengur samt bara allt ágætlega... jæja læt þetta nægja í bili....
Páskakveðjur
Anna Ruth ( hissa á staffinu á spítalanum )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2008 | 19:24
Yndislegt veður......
Veðrið er bara yndislegt, við hjónin fórum með hluta af barnabörnunum upp í bústað og það var ekkert smá fallegt þar snjór yfir nær öllu, 10 stiga frost og algjör stilla, ótrúlega fallegt. Við vorum að kanna hvernig gengi, og þetta svona mjakast. En varðandi námið þá svona mjakast það áfram, nú verður maður að fara setja sig í fluggírinn... annars kemur það niður á manni síðar....... Ég klúðraði heilabilunarverkefninu .... þ.e. ég var búin með verkefnið þegar ég frétti af fyrirmælunum, það er betra að skoða vel hvað maður fær sent frá kennaranum ég bara skil ekki hvernig þetta fór fram hjá mér...en ég vona að þetta verði í lagi.... jæja ég ætla að fara að kíkja á námsdótið...
kv Anna Ruth ( svona frekar ekki í stuði.. )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2008 | 16:11
Heilabilunarverkefni og normalbrauð....
Já það er alltaf nóg að gera... núna er í vinnslu verkefni um heilabilun... þetta er mjög áhugavert efni og mikil þörf að hafa umræðuna virka um þennan sjúkdóm, hann er frekar skelfilegur... en ef rétt er að farið er hægt að hjálpa þessum einstaklingum alveg ótrúlega mikið..nýja bókin Ný sýn á heilabilun er alveg frábær ( er búin að lesa hluta ) alveg þess virði að eiga hana.
En þetta með normalbrauðið þá borðaði ég einfaldlega og mikið af því í hádeginu sem sagt 3 sneiðar ( ótrúlega gráðun ) það borgar sig að kaupa bara fúlt brauð í Bónus þá langar mann bara í eina sneið.. þannig ekkert normalbrauð í bili...
kv Anna Ruth ( brauð fíkill )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)