Heilabilunarverkefni og normalbrauð....

Já það er alltaf nóg að gera... núna er í vinnslu verkefni um heilabilun... þetta er mjög áhugavert efni og mikil þörf að hafa umræðuna virka um þennan sjúkdóm, hann er frekar skelfilegur... en ef rétt er að farið er hægt að hjálpa þessum einstaklingum alveg ótrúlega mikið..nýja bókin Ný sýn á heilabilun er alveg frábær ( er búin að lesa hluta ) alveg þess virði að eiga hana.

 En þetta með normalbrauðið þá borðaði ég einfaldlega og mikið af því í hádeginu sem sagt 3 sneiðar ( ótrúlega gráðun ) það borgar sig að kaupa bara fúlt brauð í Bónus þá langar mann bara í eina sneið..Blush þannig ekkert normalbrauð í bili...

 kv Anna Ruth ( brauð fíkill )Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana  Jónsdóttir

já þetta er ágæt bók um heilabilun, en í sambandi við brauðið þá er það staðreind að þetta bónusbrauð er svo óspennandi að maður sleppir því oft að borða brauð frekar en að borða það, lotan var frábær ég ætla að fara að skoða nyndirnar og sjá hvort þar séu birtingahæfar kveðja Sjana.

Kristjana Jónsdóttir, 9.3.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Sammála með bókina, er alltaf að lesa smá og smá í henni :) Sé allavega ekki eftir því að hafa keypt hana, langar mjög mikið að lesa bókina eftir Eddu Andrésdóttur þar sem hún skrifar um föður sinn, hefurðu lesið hana? Brauð er verlega gott, kannast við það, enda einhvern veginn alltaf það nærtækasta. Best að læra smávegis. Kv Erna

Móðir, kona, sporðdreki:), 9.3.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Bókin, Ný sýn á heilabilun er góð, bókin hennar Eddu er líka ágæt en sú bók er meira hugleiðingar og endurminnningar höfundar, en alltaf gaman að lesa. Þetta með brauðið, alveg skil ég þig, nýtt heimabakað brauð namm, namm. kv, Kolbrún Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 10.3.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband