Verknámið hafið... dagur eitt..... :)

Verknámið byrjaði hjá mér í morgun... og það bara byrjaði vel, það var tekið vel á móti mér....og ég fékk skáp og alles... þannig þetta er allt í góðum gír.... ég bara væblaðist um og gerði eiginlega ekkert gagn... reyndar aðstoðaði við að skipta um super-púbis legg og þar með er það upptalið...Smile en þetta á örugglega eftir að breytast... það er nú ekki hægt að nota mann mikið svona fyrsta daginn...

 Mér líst vel á starfsfólkið þarna, þarna vinnur einn sjúkraliði með framhaldsnám, það eru tvö ár síðan hún var í náminu... og henni líkar mjög vel, hún segir að þetta sé ekki eins mikið líkamlegt erfiði og var áður en samt stundum erilsamt.... á köflum...

Ég er einhvern vegin þvæld núna, ég er að hugsa um að gera sem minnst ( bara eins og í dag ) núna og bara slappa af... læt þetta duga í bili...

 

kv Anna Ruth verknámsnemi....Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Ohh ég öfunda þig eiginlega að vera byrjuð þá eru bara 39 vaktir eftir hjá þér:) Ég byrja á mánudaginn og er komin með vaktaskemað, hvernig ertu að vinna aðallega morgunvaktir og svo einhverjar kvöldvaktir eða??? Ég er 2 fyrstu vikurnar bara á morgunvöktum og svo fer ég að taka eina og eina kvöldvakt og töluvert mikið af lyfjavöktum s.s. er yfir vaktinni, verður gaman bara held ég. Gangi þér vel og ég fylgist spennt með:) Kv Ernan

Móðir, kona, sporðdreki:), 13.5.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Já ég er bara á morgunvöktum fyrstu 2. vikurnar efftir það tek ég sjálfstæðar vaktir bæði morgun og kvöld, fæ vaktaplanið á morgun, æ já ég er bara fegin að vera byrjuð, byrjðu að telja niður... kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 13.5.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: Margrét Auður Óskarsdóttir

Gaman hjá þér, ég fer í verknám 30.júní þannig að ég er bara að dingla mér í sumarfríi þessa dagana! Gangi þér vel áfram. kveðja Auður

Margrét Auður Óskarsdóttir, 22.5.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband