Færsluflokkur: Bloggar

Árið fer hratt á stað !!!!

Já þetta líður ótrúlega hratt bara komin miður mánuður....og skólastarfið alveg að byrja... það er hálf skrýtið að hafa svona mikinn tíma... en maður bara nýtur þess... Skólasystur við Erna vorum að spá í skráninguna... okkur minnir að Steinunn hafi skráð okkur síðast...ég var að reyna að skrá mig og veit ekki hvort það gekk... en þetta kemur allt í ljós.... þangað til hafið það gott... Smile  kv Anna Ruth

Gleðilegt ár!!!!!!!!!!!!

Já það er komið nýtt ár... ótrúlegt ....Smile  og senn líður að skólamálunum.... gaman gaman.... ég er búin að vera svo löt að blogga....núna er ég að gíra mig upp í að sitja við tölvuna... næstum búin að gleyma fingrasetningunni....en þetta kemur allt.... ég vona að allir hafi haft það skemmtilegt um áramót...

 

kv Anna Ruth ekki alveg komin i blogg-gírinn....


Fer lítið fyrir bloggi þessa dagana...

Ég er ótrúlega löt að blogga þessa dagana... eiginlega algjör afslöppun... en núna er vinnutörn byrjuð þannig maður er komin í gírinn... ég og mitt fólk er búið að hafa það æðislegt fyrir utan smá kveð, hlaupabólu og útþanin maga...Hér er snjórinn  búin að vera í aðalhlutverki og mjög margir úti að búa til snjókarla og engla... bara gaman.. en núna spáir hann rigningu um áramót... æ það verður bara að hafa það... vonandi verður bara ekki asahláka þá er erfitt að fóta sig með flugeldana..Blush en þetta verður bara skemmtilegt... áramóta-kveðjur...Anna Ruth


Skatan var góð... :)

Já skötuveislan var hjá mér í dag... namm namm.... það er hefð fyrir því á mínu heimili að borða skötu á þorlássmessu eins og á svo mörgum heimilum... við vorum 14 sem kjömsuðum á skötunni í dag.. þannig að á morgun er hægt að klára allt sem maður átti eftir... en ég held að ég sé bara búin að öllu..bara bíða eftir jólunum....ég óska öllum sem ég þekki gleðilegra jóla...Smile kv Anna Ruth

Föndrað og föndrað...

Jæja ég held að það sé nú komin tími til að blogga smá....ég er sem sagt búin að vera nánast að vinna síðan prófunum lauk... og er komin í helgarfrí núna....Smile..barnabörnin mín verða hjá mér þessa helgi og það verður föndrað mikið þessa helgi....þau eru búin með myndakökurnar.. þannig að ég læt það vera þessi jól... ágætt það sem ég er í danska og ætla ekki að baka neitt þessi jól...Smile það verða nóg af kræsingum samt þannig að það gerir ekkert til að sleppa þessu í ár.... sjáum til næstu jól ef maður verður komin í 90-60-90 Grin sjáum til... jæja það er best að halda áfram , við erum að fara að skreyta jólatréð... gaman gaman.... það er gott að hafa hjálp við þetta allt saman..

 kv

Anna Ruth í jólaskapi


Þá er það jólaundirbúningurinn....:):)

Já nú er gaman gaman ekkert stress bara rólegheit....er alveg að fara að skrifa jólakortin..og síðan tekur tiltektin viðWhistling ....núna fram undan er vinnu helgi og jólahlaðborð á laugardagskvöldið ég ætla að láta það duga ... Það er svo jólalegt úti snjór og allesSmile ....yndislegt.... jæja best að byrja á kortunumSmile .... jólakveðjur til allra....Anna Ruth

Síðasta prófið í dag....:):):)

Já nú er komið að því, síðasta prófið í dag.... það verður mikill léttir, það vantar svo að fara að setja upp seríur inni... ég á nefnilega rafvirkja fyrir mann Smile  æ greyið hann er búin að setja allar seríur upp úti á milli þess sem hann vinnur, sem er frekar mikið...brjálað....en að þetta er allt að koma. Ég er að drepast úr móral að vera að blogg þegar ég á að vera fara yfir...það er best að koma sér í þetta...Smile ... Gangi ykkur öllum rosalega vel í dag... heyrumst hressar....Smile  kv Anna Ruth

Jíbbi jei....eitt próf búið.....:)

Ótrúlegt eitt próf búið, til lukkuWizard allar.........úff....æ þetta gekk ágætlega en ég hefði vilja vita aðeins meira....Shocking ..það er svo auðvelt að rugla þessum sefnum saman...jæja hvað um það þetta er búið og best að hætta að velta sér upp úr því.... þá er það bara að snúa sér að því næsta LOLLIÐ.....Crying ...vonandi gekk okkur öllu vel.. kv Anna Ruth

Jæja nú er maður um það bil að brenna yfir.....!!!!!

Já það er lesið og lesið og vonandi límist eitthvað í minninu.....Shocking...ákvað að taka smá blogg pásu...ég er búin að sitja yfir sálfræðinni í dag... það þorir engin að koma í heimsókn... þannig að það er frekar lítil hreyfing... þetta er svona rölt í kaffivélina og til baka að bókunum...auðvita með kaffibolla...Smile vonandi fær maður ekki kaffieitrun...þetta verður eins og ástandsbendið í sálfræðinni ef að maður drekkur mikið kaffi á meðan maður er að læra þá þarft maður eiginlega að vera í svipuðu ástandi þegar þú rifjar upp....sem sagt full af kaffi....þá verð ég líklega að taka kaffibrúsan með mér í sál-prófið.....Woundering....úff...nei það er betra að hafa kaffið í hófi...Smile jæja það er best að halda áfram...

 próflesarinn kveður í bili

Anna Ruth


Smá pása í lestrinum...

Það er ágætt að taka smá pásu í lestrinum... þetta er nú meira torfið í lollinu... ég skellti mér út í göngutúr og sótti barnabarnið mitt á leikskólann ... það var yndislegt veður og orðið ótrúlega jólalegt við sáum jólaljós og fundum bökunarlykt ótrúlegt ...... sumar eru svo skipulagðir búnir að baka fyrir 1. des. já það er gott að vera tímanlega með þetta allt..... en núna er maður bara í danska og lætur baksturinn alveg vera....Smile ... kannski nokkrar sörur rétt fyrir jól....Whistling ... jæja læt þetta nægja í bili... og óska öllum skólasystrum góðs gengis í próflestrinum....kv. Anna Ruth

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband