Aðventukrans og smá lestur...

Það er spurning hvort það séu bara sunnudagar í þessum vikum hjá mér eða er ég bara svona löt að blogga? Hvað um það ég sit núna og læri og læri eins og síðasta sunnudag og hinn og hinn.... En þetta fer allt að taka enda og jólin alveg að koma. Ég skellti mér og bjó til aðventukrans áðan það tók ekki langan tíma... hann er einfaldur og bara sætur, græn kerti eins og jólatré á glerdiski með hnetum og glærum steinum í kringum kertin... Í dag ætla ég að setja upp eitthvað af seríum og smá jóladót og kannski smá útiSmile bara skemmtilegt. Jæja læt þetta duga í bili, hendi mér í lesturinn...

 

kv Anna Ruth í próflestri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Duglega duglega kona:) Finnst nú yfirleitt þessir einföldu kransar fallegastir:) Gerði minn með fjólubláum kertum og dreifði í kring litlum hvítum perlum og það kemur bara vel út enda enginn tími hjá okkur til að dunda við að föndra þessa dagana:) Gangi þér vel að lesa Anna mín, ætla að fara að drullast í bælið ekki laust við að maður sé að verða pínu langþreyttur á þessu öllu saman:) Góða nótt erna

Móðir, kona, sporðdreki:), 4.12.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband