Letin allsráðandi....

Já ég veit ekki hvað er eiginlega í gangi með mig....er alveg ótrúlega löt að blogga... og bara yfirleitt að sitja fyrir framan tölvuna, en það er eins gott að fara að starta sér í þessu öllu saman þar sem allt er að fara í gang í skólanum....

Þetta er búið að vera annasamt sumar einhvern vegin en líka frábært, og er veðrið þar búið að slá rækilega í gegn, þetta er búið að vera frábært.... ég hef aðallega verið í bænum í sumar, fyrir utan að vera að vinna í sumarbústaðnum, það hafa nánast allar helgar í sumar farið í vinnu þar, það er bara skemmtilegt, rafmagn komið loksins og vatnið á leiðinni, þannig þetta er allt að gera sig....

 

kveðja

Anna Ruth 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Blessuð Anna mín

Gaman að sjá eitthvað frá þér, var eiginlega farin að sakna ykkar skólasystranna minna. Hef reyndar hitt þær Ragnheiði, Huldu Hrönn og Svövu í sumar en mig er farið verulega að hlaikka til að byrja aftur að læra og hitta ykkur hér á netið reglulega. Búin að greiða skólagjöldin svo nú bíður maður bara eftir því að fá aðgangsorð að WebCt og þá fer lokahrinan í gang. Trúi því nú varla að við séum að ljúka við þetta nám..við erum svo duglegar. Sit hérna heima með örverpið mitt sem er lasið og búið að vera það alla vikuna, en pabbinn búinn að redda öllum dögum nema í dag þannig að nú var komið að því að mamman færi nú að sinna sínu:) Annars gott að heyra að þú hafir átt gott sumar og sammála þér með veðrið bara yndislegt, reyndar náði bara rétt í rassinn á því en það var betra en ekkert:) 

Hafðu það gott þar til við sjáum á WebCt með okkar visku vangaveltur. Kv Erna H

Móðir, kona, sporðdreki:), 5.9.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband