Smá blogg....

Já það fer lítið fyrir blogginu þessa dagana, ferðalög og útivera hefur verið í algleymingi, bara yndislegt, núna er farið að saxast á sumarfríið og alvaran að taka við. Við fórum í Þakgil núna í sumar og það er frábær staður við vorum mjög heppin með veður Spánarverður allan tíman en við vorum þar í þrjá daga, fórum í tveggja tíma fjallgöngu ( frekar erfitt Sick ) en þetta hafðist allt, þarna er hægt að fá leigð lítil hús, mjög notalegt....

Núna er í athugun tiltekt á heimilinu áður en vinnan hefst, svona á milli sólbaða, t.d. er veðrið núna alveg yndislegt sól en samt bara 10 stiga hiti ( maður er orðin svo góðu vanur 20 og yfirSmile  ) jæja best að drífa sig út í garð...

kveðja

Anna Ruth

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Það er bannað að hugsa, svo ekki sé minnst á að framkvæma  einhverja tiltekt innanhúss ef hitamælir sýnir yfir 14-15° úti. Þá er nú betra að róta  í blómabeðunum, eða bara gera ekki neitt, það er jú bestu  fríin.! ! kv, Kolbrún Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 6.8.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Satt hjá þér, maður er orðinn góðu vanur, var 10°C í morgun hér og ég fór í dúnúlpu í  vinnuna bara eins og það væri kominn vetur haha. Ég er að byrja í fríi á morgun kl 13.00 þá er ég komin í 2 vikna sumarfrí ojá bara notalegt.......hafðu það gott og vertu nú dugleg að taka til:) Kv úr "kuldanum" Erna

Móðir, kona, sporðdreki:), 7.8.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband