27.6.2008 | 09:07
Verknámið gengur vel og lýkur eftir rúma viku..... :)
Já þá held ég að sé komin tími til að blogga.... ég hef bara ekki gefið mér tíma til þess, eiginlega sef á milli vakta... það er eins og maður sé orðin svolítið lang þreyttur, en þetta lagast allt, alveg að koma sumarfrí...en það er best að hætta þessu kvarti...mér er hugsað til skólasystur minnar hana Erna sem missti mömmu sína á dögunum... já það er mikið álag á henni þessa dagana og búið að vera, í skóla með heimili í verknámi og að missa mömmu sína sem var á besta aldri... æ já þetta líf er ekki alltaf eins og maður vill hafa það frekar ósanngjarnt finnst manni, ég missti mömmu mína þegar ég var rúmlega þrítug þetta var erfiður tími, en fyrir mömmu var þetta mikil líkn.
Hvað verknámið varðar þá hefur það gengið vel, ég er búin að læra heil ósköp, þetta er búið að vera skemmtilegt og krefjandi. Mjög góður starfsandi á deildinni og leiðbeinandinn góður og afslappaður. En núna er alveg að koma að lokum verknámsins og þá tekur sumarfrí við það verður frábært og vonandi helst veðrið eins og það er búið að vera. Jæja best að fara út í sólina ég á nefnilega einn dag frí og ég ætla að nota hann vel.... bið að heilsa í bili....
kv Anna Ruth
Athugasemdir
Halló Anna Ruth
Já lífið er skrýtið og lífið er til að læra af því og það sem maður lærir gerir mann bara sterkari ekki satt Gott að verknámið gengur vel hjá þér, ég ætti að vera búin 13 júlí í mínu verknámi en held að ég þurfi að bæta viku við vegna tímans sem ég tók þegar mamma dó, en það verður auðvitað bara gaman að því. Ég er löngu farin að standa sjálfstæðar lyfjavaktir og gengur alveg ljómandi vel, hef verið algerlega á þeim síðustu 2 vikur og verð bara á þeim það sem eftir er verknáms sýnist mér. Mjög gaman. Stefnum við svo ekki bara á Geðhjúkrun eftir áramót skilst að það séu 90% líkur á því að það verði kennt, er mjög spennt fyrir því enda líklega haldin einhverri sjálfspyntingaráráttu eða eitthvað:) Gangi þér áfram sem allra best í verknáminu þínu.....Bestu kveðjur úr rigningunni á Akureyri Erna
Móðir, kona, sporðdreki:), 27.6.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.