Mikið að gera þessa dagana.... :) Hafnarfjörður 100 ára

Já það er sko búið að vera mikið að gera þessa dagana, skemmtidagskrá bæjarfélagsins búin að vera í þrjá daga, svona eins og þrír 17 júní dagar, mjög fjölbreytt og skemmtilegt, já bæjarfélagið 100 ára það er nú aldeilis tilefni til að fagna.

Við fórum með barnabörnin að hlusta á tónlistaratriði á Víðistaðatúni á laugardeginum, þar voru t.d. Vicy Polard hljómsveitin , í henni spilar systurdóttir mín á bassa, þetta er eiginlega stelpu hljómsveit en trommarinn er reyndar strákur, þetta er flott hjá þeim, ný komnar frá Kína úr tónleika ferð sem gekk mjög vel. Já það voru líka kraftar eins og " Júró-bandið " Bjöggi, Sálin, og fl og fl... þetta var mikið fjör.

Við fórum í gærkveldi á Ladda sjóði, Jesús minn ég hélt að ég myndi deyja úr hlátri, hann er ekkert venjulegur þessi maður, það er eiginlega alveg sama hvað hann segir eða gerir hann er alltaf jafn fyndinn, frábær skemmtikraftur, þetta kemur bara beint frá hjartanu...

Eftir þessa viku er verknámið hálfnað það saxast á þetta, þetta er mjög skemmtilegt og ég er búin að læra mikið, og tíminn líður ótrúlega hratt, þetta verður búið áður en maður veit af.

Jæja ég er að fara á kvöldvakt þannig að það er best að reyna að gera eitthvað að viti þangað til..

kveðja Anna Ruth sæl eftir annasama helgi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Auður Óskarsdóttir

Til hamingju með afmæli Hafnafjarðar, gott að þú er svona ánægð í verknáminu, það fer alveg að koma að okkur hinum sem eru í seinna hollinu:) gangi þér áfram velkveðja Auður

Margrét Auður Óskarsdóttir, 2.6.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Kristjana  Jónsdóttir

Til hamingju með 100ára afmælið í þínu bæjarfélagi, gaman að heyra hvað það gengur vel í verknáminu og ótrúlegt hvað þetta líður fljótt, kveðja Sjana.

Kristjana Jónsdóttir, 3.6.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband