27.11.2007 | 16:03
Smá pása í lestrinum...
Það er ágætt að taka smá pásu í lestrinum... þetta er nú meira torfið í lollinu... ég skellti mér út í göngutúr og sótti barnabarnið mitt á leikskólann ... það var yndislegt veður og orðið ótrúlega jólalegt við sáum jólaljós og fundum bökunarlykt ótrúlegt ...... sumar eru svo skipulagðir búnir að baka fyrir 1. des. já það er gott að vera tímanlega með þetta allt..... en núna er maður bara í danska og lætur baksturinn alveg vera....
... kannski nokkrar sörur rétt fyrir jól....
... jæja læt þetta nægja í bili... og óska öllum skólasystrum góðs gengis í próflestrinum....kv. Anna Ruth


Athugasemdir
Já jólin eru alls staðar í loftinu bíð spennt eftir 6 des að slaka vel á:) Gangi oss vel í prófalestri:) Kv Erna
Móðir, kona, sporðdreki:), 27.11.2007 kl. 20:12
Við verðum búnar í þessu skólastreði áður en við vitum af og farnar að baka smákökur .
Þetta er alveg að hafast gangi þér vel í lestri og prófum kveðja Ragnheiður
Ragnheiður Sigfúsdóttir, 28.11.2007 kl. 22:04
Já jólin....þau koma örugglega hvort sem við bökum eða ekki..........það er eitt sem er alveg víst! Alltílagi að vera einu sinni slakur yfir bakstri, mun hollara að fá sér gulrætur þó auðvita sé alltaf gaman að koma með fallegar smákökur á diski fyrir gesti..... ég fór í æðislegt slökunar- nudd í gær....er endurnærð fyrir próflestur
gangi þér vel að lesa....prófkveðja Auður
Margrét Auður Óskarsdóttir, 29.11.2007 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.