7.11.2007 | 10:47
Alveg komin tími til að blogga smá...
Það hefur ekki verið mikill tími til að blogga undanfarið... mikið pestarstand í vinnunni..og mikið af aukavöktum... en vonandi verða allir búnir að ná sér fyrir jólin....annars gengur þetta allt sinn vana gang...mest af frítímanum fer í að læra og restin af tímanum fer í þvottahúsið... var að byrja í danska kúrnum þannig að ég reyni að vera sem minnst í eldhúsinu..
..jæja læt þetta nægja í bili....kv Anna Ruth
Athugasemdir
Blessuð Anna, þessi danski er flottur, einn sá heilbrigðasti sem ég man eftir, venjulegur matur í hæfilegu magni, aðalmálið virðist mér vera grænmetismagnið sem þarf að innbyrða + vatnið, en það er einmitt eins og þessir tveir síðastnefndu þættir vilji verða útundan hjá manni. Gangi þér sem best.
kveðja úr Keflavíkinni
Þórunn Óttarsdóttir, 7.11.2007 kl. 13:41
Dugleg. Já hann er fínn sá danski nema mér fannst ég ekkert gera nema að borða:) Ekkert mál með grænmetið bara vera alltaf með litlu gulræturnar á sveimi einn poki er um 450 gr minnir mig og fínt til að narta í :) En ég er ekki dugleg í honum en það kemur. Gangi þér vel. Kv Erna
Móðir, kona, sporðdreki:), 7.11.2007 kl. 15:57
Já þessi danski.............. alltaf verið að borða, það er bara flott, eina sem ég á erfitt með er að klára allan skammtinn ekki vön að borða svona reglulega en það er vissulega mun hollara og betra! Gangi þér vel. Kveðja Auður
Margrét Auður Óskarsdóttir, 7.11.2007 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.