Já veturinn er komin í bili með fallegum snjó og tilheyrandi....

DSC03277Það var yndislegt að vakna í morgun vaktarfrí og allt hvítt úti, stillt og rólegt veður. Þetta getur ekki verið betra. Eftir gott kaffi og ristað brauð er gott að setjast niður og pæla í skólabókunum. LOLið verður fyrir valinu fyrir hádegi, svo er spurning hvað verður seinna í dag. Góð tilfinning að hafa allan daginn fyrir sér Joyful  maður er einhvern veginn alltaf í kappi við tímann Pinch  en góð skipulagning getur lagað þetta allt saman... jæja besta að byrja kveð í bili Anna Ruth  síðan bjuggum við Andrea til snjókarl....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ágústsdóttir

Já það er yndislegt veður . Snjórinn gerir allt svo fallegt og hreint og léttir lundina

Guðrún Ágústsdóttir, 29.10.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Margrét Auður Óskarsdóttir

Gaman hjá ykkur að fara út og búa til snjókarl, flottur það er allt svo miklu auðveldara í birtunni, gangi þér vel að læra................kveðja Auður

Margrét Auður Óskarsdóttir, 29.10.2007 kl. 21:14

3 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Sama sagan hér á Akureyri snjór og hálka:) Fallegt veður núna snjóar í logni. Tók einmitt sama pól og þú lærði LOL fyrir hádegi og reyndar ætlaði að vera að læra það núna á meðan litla skotta sefur en bloggið heillaði:) Kv Erna

Móðir, kona, sporðdreki:), 30.10.2007 kl. 14:04

4 Smámynd: Hulda J Friðgeirsdóttir

Hæ hæ Allt gott að frétta hjá þér .............alltaf að læra eins og við hinar......við erum lang ...lang ...flottastar hópurinn allur.......ekki satt???  Kær kveðja Hulda.

Hulda J Friðgeirsdóttir, 2.11.2007 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband