19.10.2007 | 14:56
Jæja best að blogga svolítið....
Já ég er búin að vera frekar löt í blogginu...það er svo lítið að segja frá... maður er annað hvort að vinna eða læra...
...en núna um helgina er ég að fara út úr bænum... gaman gaman... borða hreindýr ( sem eiginmaðurinn veiddi ) og fleiri kræsingar... við erum að fara þrenn hjón... þannig að núna ég er alveg sveitt að læra...smá pása um helgina.....kveð í bili....Anna Ruth
Athugasemdir
hæ Anna Ruth, já það er alveg ótrúlega sjaldan sem manni dettur eitthvað í hug til að blogga um. en maður hlýtur að liðkast með tímanum.
Þórunn Óttarsdóttir, 20.10.2007 kl. 10:59
Njóttu vel helgarinnar, ekki veitir okkur af að hlaða batteríin (mín reynsla), dauðöfunda þig af væntanlegri hreindýrasteik, þau eru alveg svakalega góð þessi stóru kvikindi þegar búið er að matreiða þau. kv,Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 21.10.2007 kl. 22:31
Mmmm hreindýrakjöt er náttúrulega bara yndislega gott *slurp*Gott að pústa og sleppa náminu í eins og eina helgi. Hafðu það sem huggulegast og njóttu helgarinnar með karli þínum og vinum. Kv Erna H
Móðir, kona, sporðdreki:), 23.10.2007 kl. 21:11
Gaman gaman hjá þér það er alltaf gott að hlaða batteríin annað kastið, njóttu helgarinnar vel. kveðja Auður
Margrét Auður Óskarsdóttir, 24.10.2007 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.