15.10.2007 | 00:01
Helgin búin....
Já þá er helgin búin og ný vika að byrja....er búin að senda vefsíðugerðina... vonandi tókst það sæmilega... á bara eftir að fá móttökusvör við verkefnunum......en annars þessi helgi hefur verið frekar róleg verið svolítið mikið í sófanum..
.. en það er nauðsynlegt stundum... en hlaupið í skóla-verkefnin með.... ætla að vera dugleg að lesa á morgun... áður en vinnutörnin byrjar....kveð í bili...Anna Ruth
Athugasemdir
Mikið ert þú dugleg að vera búin með vefsíðuna
ég er alveg áttavillt í þessu, er samt komin með verkefnið, og búin að setja inn myndirnar og hvað svo? á að vera bakgrunnur eða hvað? finnst ég ekki skylja þetta
getur þú eitthvað leiðbeinnt mér? kveðja Auður
Margrét Auður Óskarsdóttir, 15.10.2007 kl. 17:08
Margret ert þú komin á æfingu 3 ? kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 15.10.2007 kl. 17:23
Já Anna Ruth ég held það, er búin að vista og skrifa vefsíðukynninguna, búa til töfluna og setja inn myndirnar, svo er ég alveg ,,lost"
Margrét Auður Óskarsdóttir, 15.10.2007 kl. 17:31
Í æfingu 4 sérðu að það er orð sem er bláletrað " tenglar" kíktu aðeins á það... þú átt næst að setja in tengla kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 15.10.2007 kl. 17:49
Í æfingu 4 sérðu að það er orð sem er bláletrað " tenglar" kíktu aðeins á það... þú átt næst að setja in tengla, þetta er ágætlega útskýrt.. þannig gott að lesa oft.... en ég veit að þetta getur verið snúið þegar maður er óvanur þessu....kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 15.10.2007 kl. 17:55
Aðeins og fljót á mér að senda....vonandi gengur þér vel....kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 15.10.2007 kl. 18:12
Haha ekki veit ég hvað ég er að spá ekki var ég neitt að senda henni vefsíðuna fattaði ekki að auðvitað þyrfti ég þess eins gott að ég kíki inn á síður annarra stundum til að sjá, skilja og vera með....ég er nú meiri rollan
Skilst að það sé eitthvað til sem heitir brjóstagjafarþoka (minnisleysi) viss um að það er að hjá mér og það á háu stigi...farin að senda henni vefsíðuna. Ertu búin með Excel verkefnið líka? Voru fleiri en þessi tvö sem við áttum að gera ég er alveg týnd...Kv Erna
Móðir, kona, sporðdreki:), 15.10.2007 kl. 20:46
Takk takk elskurnar mínar
haldið ekki að ég hafi bara fattað þetta allt í einu, henntist til og kláraði vefinn og sendi henni
svo á eftir að fá útkomuna, en það er annað mál, takk takk aftur og aftur, kveðja Auður
Margrét Auður Óskarsdóttir, 15.10.2007 kl. 21:03
Frábært að þetta gekk..... það er eins og kvikni stundum á perunni..
... er rétt að byrja á Exelnum...
...spurning hvort ég er að skilja þetta rétt... þurfum við að búa til okkar eigin símaskrá.. í æfingu 2....
.. var að vona að hún myndi bara poppa upp....
... æ er að pæla í þessu....ég held að exel verkefni sé það síðasta....kannski fréttum við af því....
kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 15.10.2007 kl. 21:35
hæ skvísur bara öll utn verkefnin að verða búin hjá okkur ég er líka búin með vefsíðuna og er á síðasta excel verkefninu þannig að þá er það bara bloggið og prófið, verst að mér dettur aldrei neitt í hug til að blogga um...
kveðja úr Keflavíkinni
Þórunn Óttarsdóttir, 16.10.2007 kl. 08:50
Anna ég hugsa að þú sért búin að fatta þetta með símaskrána en ég pikkaði bara upp eftir verkefninu það sem stóð þar, var búin að búa til símaskrá sjálf en fattaði svo að líklega áttum við að pikka það bara upp:)
Við erum flottastar allar saman ja´ja´:)
Móðir, kona, sporðdreki:), 19.10.2007 kl. 13:48
Já ótrúlegt en satt þá var ég bara eins og kráka hermdi bara eftir...
.. bætti nokkrum nöfnum við...þetta er smá handavinna í exelnum... maður þarf að pæla í formúlunum....
er langt komin á eftir myndritin.. er í smá pásu í þessu og er að lesa lollið...já fattarinn er í góðu lagi hjá okkur...he he... eins gott..
..kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 19.10.2007 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.