Færsluflokkur: Bloggar

Útskriftinni lokið í ha í ha......

Ótrúlegt en satt þetta er bara búið útskriftin var í dag og þar með er þetta allt löglegt...það verða viðbrigði að vera ekki í tölvunni sínkt og heilagt... en maður verður að halda sér við og reyna að blogga svona inni á milli... Ég ætlaði að setja inn myndir af útskriftinni en þær eru svo lélegar vegna þess að myndasmiðurinn var svo langt í burtu. Það væri gaman að eiga mynd af hópnum. Sú sem var með bestu einkunn í framhaldsnáminu er að vinna með mér hún heitir Ásdís og var í dagskólanum hún fékk 9 í öllu frábær árangur. Jæja ég óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári..

 Anna Ruth ofursjúlli ( eins og ein kallar okkur alltaf )


Í ha..... stundin er runnin upp

Ótrúlegt ég er búin í þessu námi... mér gekk bara vel í morgun í hjúkrunarprófinu mér fannst þetta ekki strembið.... kannski krossarnir þeir eru alltaf svolítið snúnir... en þessum kafla er lokið..... jæja er er að fara á kvöldvakt þannig þetta verður í styttra lagi núna.... en hafið það sem allra best og þá sérstaklega skólasystur mínar... til hamingju að vera búnarWizard... í ha í ha....

 kveðja Anna Ruth ofurkáta....Grin


Aðventukrans og smá lestur...

Það er spurning hvort það séu bara sunnudagar í þessum vikum hjá mér eða er ég bara svona löt að blogga? Hvað um það ég sit núna og læri og læri eins og síðasta sunnudag og hinn og hinn.... En þetta fer allt að taka enda og jólin alveg að koma. Ég skellti mér og bjó til aðventukrans áðan það tók ekki langan tíma... hann er einfaldur og bara sætur, græn kerti eins og jólatré á glerdiski með hnetum og glærum steinum í kringum kertin... Í dag ætla ég að setja upp eitthvað af seríum og smá jóladót og kannski smá útiSmile bara skemmtilegt. Jæja læt þetta duga í bili, hendi mér í lesturinn...

 

kv Anna Ruth í próflestri. 


Og lífið heldur áfram :)

Sit hérna og bara læri og læri, ég bara veit ekki hvað ég eiginlega verð orðin þegar ég stend upp úr stólnum ( kannski heilaskurðlæknir ) Shocking hver veit. En þetta gengur ágætlega það bara rigna yfir mig verkefnin og lesturinn í bókunum heldur líka áfram, en allt tekur þetta enda skólinn og vonandi kreppan  sem allra fyrst. Nýjustu spár alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segja að hagvöxtur verði 4,4% 2011-2013 við bíðum spennt, ég er strax farin að hlakka til. Jæja best að hætta þessu röfli og halda áfram í bókunum

kveðja

Anna Ruth 


Og aftur komin sunnudagur......:)

Þessir sunnudagar koma bara áður en maður veit af, tíminn líður hratt þessa dagana en heilastarfsemin er ekki alveg í takt við þetta. Núna sit ég og er að skrifa ritgerðina mína og eiginlega að brenna yfir úff.... nei nei segi bara svona, en þetta er mikil lestur og þá sérstaklega á ensku og maður er svo sem ekki í neinum hraðlestri í ensku, orðabókin er mikið notuð  núna en þetta mjakast áframWhistling það er búið að ganga vel í stjórnunni  bara nokkrar 10 ég segi bara eins og Erna maður er alveg að breytast í Einstein Shocking eða  þannig.... ég vona að það haldist fram yfir jól.... jæja best að hætta þessu bulli og halda áfram að skrifa. kveðja Anna Ruth

Rólegur sunnudagsmorgun....

Það er mjög gott að setjast niður núna í rólegheitunum og byrja að hugsa um lokaverkefnið, það er nauðsynlegt að byrja strax. Ég er búin að finna slatta af heimildum, þannig að nú er bara að byrja. Búin að skila þeim verkefnum sem voru í vinnslu og prófið í HJÚ kláraðist í  gær. Annars gengur þetta bara allt sinn vanagang, allt að verða vitlaust í þjóðfélaginu og allir segja ekki benda á mig, úff. Jæja best að hætta þessu mali og byrja að vinna. kv Anna Ruth

Það birtir upp um síðir......:)

Maður verður að reyna að vera jákvæður þó svo það sé erfitt þessa dagana, það er svo margt sem við getum þakkað fyrir ( beint upp úr pollý-önnu  :) ) Annars gengur lífið sitt vanagang, ég vinn og vinn og læri og læri  bara skemmtilegt.... ég er núna svolítið upptekin af lokaverkefninu og ætla að skoða það núna um helgina.. það veitir ekki af því að byrja eitthvað á þessu... alla vega að byrja á að gera beinagrind....:).... annars er próf í næstu viku í HJÚ þannig það þarf að lesa fyrir það líka... allt á fullu... já best að hætta þessu mali og fara að gera eitthvað, annars þarf ég ekki að hafa samviskubit yfir því að blogga mikið, frekar löt við það undanfarið...en þetta er allt að komaSmile 

kv Anna Ruth


Fullt að gera.....:)

Það er fullt að gera þessa dagana en það sem er efst á dagskránni er að passa barnabörnin mín já það er ótrúlega mikið að gera keyra í fimmleika og ballett svo eitthvað sé nefnt en þetta er bara mjög gaman. Sú elsta er byrjuð í skóla og þarf að gera heimaverkefni, þannig að nú lærir amma með elsta barnabarninu henni Heklu Marey. Verkefna skilin ganga bara vel hjá mér og lesturinn gengur svona la la.... gæti  gert það aðeins betur...Smile Erna þú varst að spá í bækurnar mér sýnist að þær séu þrjár, ein í stjórnun og tvær í kennslufræði....jæja læt þetta duga í bili...

 kv Anna Ruth


Verkefnin byrjuð að streyma inn... :)

Já núna er þetta allt að byrja sem sagt verkefnavinnan, upprifjunarverkefni í hjúkrun og ýmislegt annað, þetta gengur bara ágætlega búin að skila einu verkefni í hjúkrun og bara bíð eftir næsta FootinMouth eða þannig... annars er bara gaman að vera byrjuð aftur í skólanum, var að ná í síðustu eintökin að kennslubókum í dag það var sem sagt í kennslufræðinni ekki seinna vænna...Smile en þetta tókst allt saman..... jæja best að halda áfram að læra....Smile bið að heilsa öllum í bili

 kv Anna Ruth


Jæja nú fer skólinn að byrja aftur..... :)

Já tíminn flýgur og skólinn að byrja, það verður bara skemmtilegt að byrja aftur, og það er gaman að núna er maður farin að sjá fyrir endann á þessu verkefni......Smile 

En svona önnur mál, svolítið mikil vinna þessa daganna núna er maður að dekka bilið þar sem sumarfólk er farið í skólann og staffið ekki allt komið úr fríum... þannig að dálítið mikið um aukavaktir (  $$$ smá dollara- merki í augunum ) en það er ágætt að vinna aukavaktir núna áður en skólinn byrjar.....

Brýnasta verkefnið núna er að ná úr sér kvefinu Sick.. og það gengur ágætlega þetta er allt að lagast... það er búið að hósta mikið í vinnunni þessa dagana....flensu-tíminn að byrja.. úff......

Jæja læt þetta duga í bili

kveðja Anna Ruth kvefgemsi..... Smile


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband